13.07.1918
Neðri deild: 70. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í C-deild Alþingistíðinda. (1839)

117. mál, skipun læknishéraða

Jón Jónsson:

Jeg býst ekki við, að leggja þurfi þessi mál fyrir fjárveitinganefndina. Um daginn voru allir nefndarmenn á það sáttir að hreyfa ekki við dýrtíðaruppbótarlögunum á þessu þingi. Jeg geri ekki ráð fyrir, að þeim hafi snúist hugur síðan. Meiri hl.. deildarinnar var þá líka á sama máli. Jeg sje því ekki, að annað liggi fyrir en að fella bæði þessi frv. nú þegar og sjá svo, hvað hv. Ed. gerir við þau frv., sem voru afgreidd hjeðan á dögunum og send til þeirrar hv. deildar.