24.05.1918
Neðri deild: 30. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í C-deild Alþingistíðinda. (2286)

48. mál, úthlutun kola

Fjármálaráðherra (S. E.):

Það var að eins örstutt athugasemd út af ræðu hv. 1. þm. Reykv. (J. B.). Jeg vil að eins lýsa yfir því, að það kom ekki til nokkurra mála að reikna kolasmálest 200 kr., þegar þau voru komin hjer á land, því eins og jeg tók fram áðan, þá hefir margskonar kostnaður lagst á þau, t. d. eins og uppskipunarkostnaður og afhendingarkostnaður o. fl. Auk þess eru kolin tollskyld. Svo sje jeg ekki, hver ástæða er til þess, þó einn farmur komi með lágu verði, þá að reikna eftir honum. Rjettara er að taka jafnaðarverð af því verði, er kolin voru í á staðnum, og reikna svo af þessu verði, og jeg held, að mjer sje óhætt að fullyrða, að jafnaðarverðið var 300 kr. fyrir smálestina.

Annars skal jeg játa það, að jeg sje ekki mikla breytingu á því fyrir landssjóð, hvort reiknað er á einn veg eða annan, því að vitanlega fer það að eins úr einum vasanum í annan, því ef landssjóður græðir við það, þá er tapið meira fyrir landsverslunina, og svo öfugt.

Jeg sje svo ekki ástæðu til að segja meira í bráð.