18.06.1918
Efri deild: 46. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (260)

63. mál, dýrtíðar- og gróðaskattur

Framsm. minni hl. (Magnús Torfason):

Jeg stend upp að eins til þess að leiðrjetta misskilning hjá hæstv. fjármálaráðherra.

Jeg mintist ekki á neinn öreigahóp í sambandi við þetta frv., heldur í sambandi við dýrtíðarlögin. En þótt útgerðarmenn græði 30 þús. kr. eitt árið, geta þeir verið fátækir eftir sem áður. En í sambandi við lágmarkið á fiskverðinu sje jeg ekki, hvernig á að fara að því að jafna verðinu niður eftir auglýsingunni. En aftur á móti treysti jeg stjórninni til að athuga það atriði nánar.

En nú eru það kaupmennirnir, sem kaupa fiskinn, en ekki útgerðarmennirnir, og þeir eru að eins fáir, og býst jeg ekki við, að lög þessi hafi nein veruleg áhrif á þeirra skatt.