27.04.1918
Neðri deild: 11. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 521 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Forsætisráðherra (J. M.):

Það varðar sjálfsagt ekki miklu, hvort þetta mál fer í nefnd eða ekki. En mjer sýnist, eins og háttv. flutnm. (Þorl. J.), að ef háttv. deild vill veita þessum bankastjóra þessa upphæð í eftirlaun, þá þurfi ekki neina nefnd. Málið er svo einfalt. Ef einhver vill breyta upphæðinni, stendur öllum opið að bera fram brtt. til 3. umr. Það hefir ekki verið vani hjer á þingi um slík mál að vísa þeim til nefnda eða ræða þau mikið. Menn hafa viljað láta þau ganga umræðulítið gegnum þingið. Og það væri einnig æskilegt um þetta mál.