07.09.1918
Efri deild: 4. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (64)

1. mál, dansk-íslensk sambandslög

Kristinn Daníelsson; Jeg gat þess strax við byrjun þessa máls, að að jeg feldi mig illa við, að því væri hraðað mjög mikið, og jeg fyrir mitt leyti kann því illa, að 3. umr. sje lokið í kvöld, þannig, að allar umr. um jafnstórt og þýðingarmikið mál fari fram sama daginn hjer í háttv. Ed. Og jeg get ekki hugsað mjer, að það tefji þingið neitt, þótt umr. sje frestað til mánudags. Jeg vil því leggja það til, að svo verði gert.