13.09.1919
Efri deild: 55. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í B-deild Alþingistíðinda. (1087)

26. mál, laun embættismanna

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg skal að þessu sinni ekki fara inn á fjármálahugleiðingar, enda heyrði jeg því miður ekki, hvað hv. þm. Ísaf. (M. T.) talaði um það efni. Jeg vildi að eins spyrja hv. frsm. (K. D.), hvort hækkun á eftirlaunum væri talin með í þeim 830 þús. kr. útgjaldaauka, er hann taldi að frv. þetta hefði í för með sjer fyrir ríkissjóð.