03.09.1919
Efri deild: 47. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1614 í B-deild Alþingistíðinda. (1339)

5. mál, stjórnarskrá konungsríkisins Íslands

Forseti:

Áður en umr. fara fram vil jeg geta þess, að sá ljóður er á frv., að það er ekki í samræmi við 27. gr. þingskapanna, en fyrri málsgrein hennar hljóðar svo: „Lagafrumvarp, er felur í sjer breytingu á stjórnarskránni eða viðauka við hana, skal í fyrirsögninni nefnt frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Hafi það eigi þá fyrirsögn, vísar forseti því frá.“ — En jeg lít svo á, að á sama standi, hvort í frv. stendur stjórnarskrá eða stjórnarskipunarlög. Þau orð merkja í daglegri merkingu það sama, og vísa jeg frv. því ekki frá umræðum.