23.07.1919
Neðri deild: 14. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1715 í B-deild Alþingistíðinda. (1492)

67. mál, póstlög

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg get látið mjer nægja að segja örfá orð, úr því að engin brtt. hefir komið við frv.

Jeg vil þá geta þess, að frv. er samið af póstmeistara, og nefndin hefir gert fáar breytingar á því. Jeg býst við, að nauðsyn beri til að koma með brtt. við frv. við 3. umr., til þess að ákveða, hve nær það gengur í gildi. Það þarf sem sje að koma í gildi 1. jan. 1920, því að 31 des. þ. á. falla lögin frá 1917, um bráðabirgðahækkun á burðargjaldi, úr gildi. Fjárhagsnefnd mun sjá um, að brtt. þessi verði fram borin.