03.09.1919
Efri deild: 47. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1896 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

142. mál, fulltrúar bæjarfógeta

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er rjett, að hv. frsm. (Jóh. Jóh.) hefir minst á þetta mál við mig. Jeg hefi ofurlítið að athuga við frv., að því leyti, að það breytir dálítið skiftingu þeirri, sem gerð hefir verið á bæjarfógeta- og lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, þar sem fulltrúa lögreglustjórans er eftir 2. gr. frv. heimilað að sekta menn, sem ella er dómarastarf Hjer mun vera talsverður hægðarauki að þessu, og því er ekki rjett að halda stranglega fram hreinni skiftingu um þetta.

Það hefir verið litið svo á, að fulltrúar mættu ekki setja rjett eða gegna dómarastörfum í almennum málum og því síður í sakamálum, en jeg vænti þess, að heimild sú, sem veitt er í 1. gr. frv., verði, hvorki hjer í Reykjavík sje annarsstaðar, notuð nema í hreinum forföllum og minni háttar sakamálum, og með þeim skilningi vil jeg heldur mæla með frv., því það verður þá fremur til að ljetta undir embættismönnum með störf sín, og til að spara ríkissjóði útgjöld.

Með þessu fororði get jeg mælt með frv.