13.08.1919
Neðri deild: 34. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1990 í B-deild Alþingistíðinda. (2067)

50. mál, eignaréttur og afnotaréttur fasteigna

Frsm. (Einar Arnórsson):

Það mun rjett vera hjá hæstv. forsætisráðh. (J. M.), að þær undantekningar, sem segir í 2. lið 11. gr., sjeu ekki nægilega víðtækar, og að full ástæða muni vera til að undantaka einnig slík hús og stofnanir, er hann nefndi. Hins vegar held jeg ekki, að það muni hafa „praktiska“ þýðingu, því að vafalaust mun stjórnin veita slíkar undanþágur. — Út af spurningu hæstv. forsætisráðh. (J. M.) um frestinn í 10. gr., í sambandi við 4. gr., þá held jeg, að mjer sje óhætt að fullyrða, að nefndin hefir að eins hugsað sjer 5 ára frest, en ekki 54+3, svo aðferðin sje sama og segir í 4. gr. Annars væri jeg ekki mótfallinn, að bætt yrði í greinina einhverju, sem gerði þetta skýrara.