25.09.1919
Neðri deild: 73. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Sigurður Stefánsson:

Styttri athugasemd en hv. síðasta ræðumanns. Þótt hann jafni okkur þm. við hrafnahóp, mun hann sjálfur ekki aftastur í þeirri lest. Hjer er ekki að ræða um neina eftirgjöf á láni, heldur styrk upp í halla á verki. Er sú málaleitun í fullu samræmi við það, er þingið hefir áður gert, er ræða hefir verið um dýrtíðarvinnu og mistök á henni. Er öðru nær en að hlutaðeigendur hafi í þetta ráðist af eigin hvötum. Það var beint eftir bendingu þess manns, er var fulltrúi stjórnarinnar. Vegna ráða hans varð þessi halli á verkinu. Þau reyndust ekki vel.

Það var að eins þessi athugasemd. Og jeg endurtek það að jeg tek mjer ekki nærri að vera einu í hrafnahópnum, þegar eins góður maður og hv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) er þar með.