17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2167 í B-deild Alþingistíðinda. (2409)

71. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

Stefán Stefánsson:

Jeg þarf ekki að fara mörgum orðum um brtt. á þgskj. 845. Hún er að eins til þess að nema burt úr frv. ákvæðið um launahæðina. Hún er ákveðin í launalögunum, og því ekki þörf að gera það hjer, enda ekki gott að vita, hver hún verður meðan launalögin hafa ekki náð fullu samþykki. Í samskonar lögum, sem nýbúið er að samþ. um bæjarstjórn á Seyðisfirði, er ekki heldur neitt ákveðið um þetta. Það sýnist því nóg að hafa í þessu frv. að eins það ákvæði, að launin skuli greiða úr ríkissjóði eftir launalögunum.