17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2337 í B-deild Alþingistíðinda. (2640)

163. mál, rannsókn skattamála

Flm. (Þorsteinn Jónsson):

Till. ber það alls ekki með sjer, að skipuð sje milliþinganefnd í málið, heldur að eins að stjórninni heimilist fje til að leita sjer aðstoðar. Þess vegna benti jeg á, að hugsanlegt væri að senda mann til útlanda. Jeg sló þessu fram án þess það væri skoðun nefndarinnar.

Það getur altaf orðið álitamál, að hverju gagni slíkar utanfarir koma. Þegar fossanefndin fór til útlanda, greindi menn mjög á um, hvort sú för hefði verið nauðsynleg. Jeg var einn þeirra, sem áleit þá för þarfa, og álít enn, að svo hafi verið.

Mjer hefir aldrei dottið í hug, að málinu yrði lokið á einu ári, en jeg vildi, að stjórnin hefjist þegar handa, og ákjósanlegast væri, að starfið tæki sem stystan tíma. En betra er, að tíminn verði lengri, ef undirbúningurinn yrði þá betri.