08.07.1919
Neðri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (3540)

7. mál, landamerki o. fl.

Einar Arnórsson:

Það vöru að eins síðustu orð hæstv. atvinnumálaráðh. (S. J.), sem gáfu mjer tilefni til að gera örlitla athugasemd.

Þótt frv. þetta heiti frumvarp til laga um landamerki, þá er efni þess svo vaxið að naumast mun vera meðfæri landbúnaðarnefndar. Ákvæði þess eru aðallega rjettarfarsleg, en eigi sjerstaklega landbúnaðarákvæði, og auk þess er safnað í III. kafla frv. ákvæðum um vettvangsmál.

Tel jeg því betri skilyrði fyrir góðri athugun þess, ef því væri vísað til allsherjarnefndar. Er jeg málinu sjálfur talsvert kunnugur, og í nefndinni er einnig annar lögfræðingur; auk þess eru í henni þrír bændur. Tel jeg því málinu betur komið þar en í landbúnaðarnefnd.