17.07.1919
Neðri deild: 9. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í C-deild Alþingistíðinda. (3629)

43. mál, vatnastjórn

Sveinn Ólafsson:

Mjer finst ekki mikil virðing sýnd svona hátíðlegu frv., ef ekki á að segja meira um það en komið er. Hjer stendur hvorki meira nje minna til en að setja upp sjerstaka stjórnardeild í vatnamálum, og má af því ráða, að meiri hl. ætlast til, að ekki verði kyrt við vötnin. Það virðist nú samt líkt því, sem byrjað sje á neglunni, þegar skip skal smíðað, því að ef þær rætast, spár og óskir hv. flm. (B. J.), að ekkert sje hreyft við virkjun fallvatna til stóriðju, þá virðist þetta tilgangslitið „apparat“. En ef stóriðja er tekin upp, þá þarf vatnastjórn að vera til. Við þessu hefir minni hl. sjeð í till. sínum. Hann hugsar sjer vatnastjórn, sem eflst geti eftir þörfinni, og í líkingu við stjórn vegamála og vitamála. Hann hefir ekki hugsað sjer, að sett verði upp slíkt bákn sem þetta. Geri jeg ráð fyrir, að seinlega gangi að skapa þennan vatnaráðherra, og geti því svo farið, að hv. deild veiti frumv. hæga útför, eða lofi því að sofna í nefnd, ef það lendir þangað.