29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1187 í C-deild Alþingistíðinda. (3796)

133. mál, lestagjald af skipum

Matthías Ólafsson:

Við flm. brtt. höfum komið okkur saman um að óska þess, að málið verði tekið út af dagskrá, til þess að leitað verði samkomulags við háttv. nefnd um það, að koma á þessari breytingu. Munum við koma á móti nefndinni, ef það mætti verða til þess, að samkomulag yrði um t. d. 40 tons, en auðvitað fer það eftir því, sem um semur.