11.08.1919
Efri deild: 27. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í B-deild Alþingistíðinda. (458)

37. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o.fl.

Frsm. minni hl. (Magnús Torfason):

Út af ábyrgð þeirri, sem hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) ætlast til að jeg taki á mig, skal jeg geta þess, að jeg er ekki svo hræddur við hana, þegar þess er gætt, að með 2 kr. tollinum einum fær landssjóður 300 þús. kr.; hjer við bætast svo tollaukar þessa þings, að ótöldu því, að með till. hv. þm. Ak. (M. K.) er stjórninni viss fugl í hendi. Og ábyrgðin gæti aldrei orðið meiri en hluti úr 300 þús. kr.