12.08.1919
Efri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í B-deild Alþingistíðinda. (465)

37. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o.fl.

Fjármálaráðherra (S. E.):

Í tilefni af athugasemd háttv. þm. Ísaf. (M. T.) um stimpilgjaldið skal jeg geta þess, að drátturinn á frv. kom af því, að málið þurfti mikinn undirbúning stimpilmerki, (M.T.: Það voru notuð fyrst póstfrímerki), reglugerðir og fleira, og því var þessi dráttur nauðsynlegur, enda fóru svo að kalla engin skip frá landinu með þessar vörur á því tímabili.