07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (612)

30. mál, löggæsla við fiskveiðar fyrir utan landhelgi

Fjármálaráðherra (S. E.):

Þetta frv. leiðir af sambandslögunum og stafar af því, að íslensk skip mega ekki hjer eftir hafa annan fána en íslenskan.

Legg jeg til, að því sje vísað til sömu nefndar sem frv. næsta á undan (skipaskrásetningarfrv.).