01.09.1919
Neðri deild: 52. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1023 í B-deild Alþingistíðinda. (797)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Fjármálaráðherra (S. E.):

Gjaldaupphæðin í frv. þessu hefir hækkað um 173,000 kr. síðan það fór frá stjórninni, eða þó í raun og veru um rúmar 200,000 kr., þegar að því er gætt, að 30 þús. kr. til brúar á Norðurá, sem felt er úr frv., verður tekið upp í fjárlagafrv.

Það var aðallega brtt. um dýrtíðaruppbótina handa dýralæknunum, sem jeg ætlaði að minnast á. Jeg er því í sjálfu sjer hlyntur, að dýralæknamir fái uppbót þessa, því að það er sanngjarnt. En málið fjekk ekki fylgi í háttv. Ed., og eftir öllum atvikum álít jeg ekki rjett að flækja frv. milli deildanna vegna þessa atriðis, þótt jeg hafi talið sanngjarnt, að það væri tekið til greina.