03.09.1919
Efri deild: 47. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1035 í B-deild Alþingistíðinda. (818)

13. mál, Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð

Atvinnumálaráðherra (S. J. ):

Mál þetta hefir dvalist lengi í háttv. Nd., og kemur það til af því, að það var látið vera samferða öðru frv., sem ekki náði fram að ganga.

Frv. er samhljóða bráðabirgðalögum, sem út hafa verið gefin, að öðru leyti en því, að fresturinn er lengdur til 1. maí 1921, í stað 1. sept. 1919.

Er málið svo brotalaust, að óþarfi er að lengja umræður um það.