19.02.1920
Neðri deild: 7. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í B-deild Alþingistíðinda. (269)

10. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg veit að vísu ekki, hvað fram hefir farið í þessu máli, en kemur það á óvart, ef menn eru að hafa á móti því að borga svo óveruleg útgjöld (H. K.: Alls ekki óveruleg) eins og hjer er um að ræða. Eins og kunnugt er, skoraði síðasta þing á stjórnina að koma með frv. í þessa átt, að bæta laun hreppstjóra, og finst mjer það því benda á hverflyndi hjá þinginu, ef það vill ekki ganga að þessu frv., eða einhverri líkri uppbót.