24.02.1920
Neðri deild: 11. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í B-deild Alþingistíðinda. (551)

37. mál, manntal á Íslandi

Sveinn Ólafsson:

Að eins örlítil athugasemd til allsherjarnefndar, sem tekið hefir málið að sjer til flutnings. Um frv. alment ætla jeg ekki að tala, finst lítil þörf á því, að það nái fram að ganga á þessu þingi; manntalið getur farið fram eins og venjulega. Jeg ætla að eins að skjóta þeirri athugasemd til nefndarinnar, að mjer finst ein setning óþarflega dönskuskotin. Hún stendur í 1. gr. og hljóðar svo: „nema óviðráðanlegar hindranir komi í veg fyrir það“. Þetta finst mjer slæm íslenska. Nefndin ætti að athuga þetta. Svo ætla jeg ekki að fara fleiri orðum um þetta að sinni.