10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í B-deild Alþingistíðinda. (63)

Kosning til efri deildar

Magnús Pjetursson:

Mjer skilst, að hjer sje um misskilning að ræða milli þess, sem fram hefir borið listann, og forseta. Sá, sem hefir borið fram listann, vill að eins láta forseta úrskurða hið lagalega atriði málsins, en lætur nafn mannsins liggja milli hluta. Hann vill að eins ekki bera ábyrgð á lögmæti úrskurðarins. Það er því á valdi forseta, hvort skift verður um menn á listanum eða ekki, og ber hann sjálfur ábyrgð á því, hvort hann gengur á yfirlýsta kosningu.