26.02.1920
Neðri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (694)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Bjarni Jónsson:

Jeg get orðið hv. þm. Borgf. (P. O.) sammála um það, að best sje að bíða reynslunnar. En jeg vona, að hann verði mjer sammála um það að sjá til, að sú reynsla komi. Jeg held, að honum verði það heppilegast, og sjer hann þá, ef hann er ekki fær um að sjá það nú, hvað hann hefir haft rangt fyrir sjer í þessu máli.

Þá sagði hv. þm. (P. O.) að jeg hefði boðist til að taka að mjer stöðuna í trausti þess, að jeg yrði ekki í hana valinn. Af þessu má jeg marka það, að hv. þm. (P. O.) býður mjer ekki stöðuna þegar hann er orðinn forsætisráðherra, en jeg veit ekki til, að hann hafi umboð til að lýsa því sama yfir fyrir aðra.