27.02.1920
Efri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í C-deild Alþingistíðinda. (899)

41. mál, Íslensk peningaslátta

Björn Kristjánsson:

Jeg stend ekki upp til að bregða fæti fyrir frv., þótt jeg hins vegar telji það töluvert varhugavert. Það er auðvitað framleiðslan, sem ríður baggamuninn um gengi peninga, en að sjálfsögðu geta bankarnir gert mikið til þess að bæta gengið.

Jeg verð að vera á sama máli sem hv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.), að málið sje ekki nægilega undirbúið. Það verður því till. mín, að málinu sje vísað til stjórnarinnar til undirbúnings fyrir næsta þing.