14.02.1920
Neðri deild: 4. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í C-deild Alþingistíðinda. (992)

2. mál, vatnalög

Þorleifur Guðmundsson:

Sje það ætlunin, að þetta þing eigi að vera stutt, álít jeg, að það sje ekki rjett að koma fram með þessi frv.

Álít jeg, að í þessu máli megi ekki rasa í neinu fyrir ráð fram og beri því að rannsaka þau og íhuga betur, og álít því rjettast að taka málið út af dagskrá.