28.02.1921
Neðri deild: 10. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

43. mál, sendiherra í Kaupmannahöfn

Pjetur Ottesen:

Jeg get ekki betur sjeð en að háttv. þm. Dala. (B. J.) hafi sannað það, sem hæstv. forsætisráðherra (J. M.) vildi láta hann ósanna, þótt þeir legðu sig báðir mjög í bleyti með það að tala undir rós um þetta atriði málsins. En jeg vil þó benda háttv. þingmönnum á, að athuga dálítið ummæli hæstv. forsætisráðherra (J. M.) 1919 um þetta mál, og þá ræðu hæstv. forsætisráðherra (J. M.), er jeg áður mintist á, og trúi jeg þá ekki öðru en þeir komist að raun um, að jeg hafi á rjettu að standa.