17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1565 í B-deild Alþingistíðinda. (1465)

45. mál, Sogsfossarnir

1465Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg þarf ekki að taka það fram, að stjórnin tekur á móti þessari heimild með þeirri sjálfsögðu skyldu, að hjer fáist sem rjettust og ábyggilegust rannsókn um vatnsvirkjun Sogsfossanna, og þar í liggur það, að hún verði óhlutdræg, eins og háttv. þm. Dala. (B. J.) mælti fyrir. Aftur á móti finst mjer ástæðulaust að ganga fram hjá hlutafjelaginu Íslandi eða dönskum mönnum, ef það skyldi sýna sig, að það hefði sjerstaklega færum mönnum og fróðum á að skipa til rannsóknarinnar.