13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2046 í B-deild Alþingistíðinda. (2243)

105. mál, einkasala á áfengi

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skal ekki lengja umræður um þetta mál, enda býst jeg við, að háttv. þm. sjeu þegar ráðnir í afstöðu sinni til þess. Jeg skal ekkert um það segja, hvort lyfjasölufrv. er fram komið til að útvega einstaka mönnum atvinnu. (J. P.: Jeg sagði einstaka manni). Jæja, þá einstaka manni; mjer er alveg ókunnugt um það, og jeg hefi ekki heyrt það fyr en í dag, enda ætti það ekkert að gera til, því að það er sjálft málið, sem á ber að líta. Jeg held, að óhætt sje að mæla með frv. eins og það er nú. Jeg fæ ekki sjeð, að nein ástæða sje til að óttast það, að það muni draga meira undir sig, nema þá ef það væri heildsölu á lyfjum.