07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í C-deild Alþingistíðinda. (3151)

120. mál, launalög

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg man ekki, hvernig hæstarjettardómurinn var orðaður í máli því, sem hv. 2. þm. Húnv. (Þór. J.) talaði um, en jeg þykist geta fullyrt, að enginn samanburður er hjer mögulegur.

Ef maður lítur svo á, að um sje hjer að ræða kaupgjaldssamning milli ríkisins og starfsmanna þess, þá er ríkinu ekki heimilt að lækka. kaupið án samþykkis hins aðiljans, en auðvitað er leyfilegt að hækka kaupið. — Ef hv. 2. þm. Húnv. (Þór. J.) ræður mann fyrir 100 kr., þá er honum ekki leyfilegt að borga sama manni 80 kr., en hann má vel borga honum 120 kr. — Hefði ekki verið sett takmarkið 1925, þá hefði ef til vill mátt breyta lögunum, og þó mundu sumir vilja telja það vafamál.

Annars er engin ástæða til að ræða þetta mál frekar við þessa umr.