07.05.1921
Neðri deild: 64. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 552 í C-deild Alþingistíðinda. (3169)

120. mál, launalög

Jón Þorláksson:

Jeg er alveg samþykkur ræðu háttv. þm. Str. (M. P.), en jeg vil bæta því við, að jeg er líka á móti því vegna þess, að jeg tel mjög litlar líkur til þess, að þetta komi að notum.

Jeg geri mjer engar vonir um, að verðlag fari jafnt lækkandi á þessu 5 ára tímabili, sem um er að ræða, heldur þykir mjer miklu sennilegra, að það hækki og lækki á víxl.

Þó að, eins og nú stendur, þetta sje hagnaður fyrir ríkissjóð þetta árið, þá er engan veginn víst, að svo verði áfram. Jeg hlýt því að greiða atkv. á móti þessu frv., enda þótt jeg vilji af alefli styðja allan rjettmætan sparnað á útgjöldum ríkissjóðs.