08.04.1921
Neðri deild: 38. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í C-deild Alþingistíðinda. (3183)

102. mál, bann á innflutningi á óþörfum varningi

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg sje ekki betur en að þetta mál komi í bága við það, sem þingið hefir áður gert í þessu efni. Það var nokkurskonar samkomulag að fella viðskiftahömlurnar úr gildi að miklu leyti, en láta þó lögin frá 8. mars standa, og á þeim grundvelli gaf stjórnin svo út reglugerð sína um bann gegn innflutningi á tilteknum óþarfavörum. Það væri því í rauninni að gabba stjórnina og landsmenn, ef slegið yrði nú striki yfir þetta líka, nú. þegar það er auðvitað á valdi þingsins, hvað það álítur sjer sæmilegt í þessu efni að gera. Um hitt þarf ekki að deila, hve víðtæka heimild stjórnin telur sig hafa eftir lögunum 8. mars, með þeirri takmörkun, sem tekin er fram í viðskiftamálanefndarálitinu. Því hefir hún lýst með reglugerðinni og hafði straks lýst hjer í deildinni.