19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í D-deild Alþingistíðinda. (3828)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Ólafur Proppé:

Jeg ætla ekki að verja gerðir þeirra hv. þm., er ágreininginn skrifuðu í fundabókina.

Hv. þm. Dala. (B. J.) var að skora á hæstv. forseta að sjá um, að fundarbókin yrði svo vel geymd framvegis, að slíkt geti ekki komið fyrir oftar. En nú hefir einn hv. þm. strikað út úr bókinni athugasemdirnar, svo að segja undir handarjaðri forseta. Vildi jeg óska, að hæstv. forseti sæi til þess, að slíkt komi ekki fyrir oftar.