29.04.1921
Neðri deild: 58. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í B-deild Alþingistíðinda. (521)

23. mál, stofnun og slit hjúskapar

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Eins og sjest á nál., hefir nefndin ekki fundið neina ástæðu til þess að breyta frv. Það var vel búið undir meðferð þingsins, og nefndin getur fallist á brtt. Ed. Hjer er um mikla rjettarbót að ræða. Sum ákvæðin eru ný, en sum gömul, en voru að eins til á víð og dreif í mörgum lagaboðum, og voru því mjög óaðgengileg fyrir menn, t. d. tafði það mjög fyrir allri kenslu í lögfræðisdeild Háskólans. Það ber því að hraða þessu máli eins og hægt er, og rjettast að hallast að frv. óbreyttu.