03.04.1922
Efri deild: 35. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í C-deild Alþingistíðinda. (1251)

46. mál, afnám kennaraembættis í hagnýtri sálarfræði

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Að eins örfá orð út af ræðu háttv. 2. þm. Rang. (G. Guðf.). Hann sagði, að starf og till. sparnaðarn. hefðu komið úr háa lofti og höggvið strandhögg hjer og þar. Mætti taka þetta til greina, ef hv. þm. (G. Guðf.) hefði sýnt, að hann vildi nokkuð spara, en hann hefir nú ekki komið fram með neinar sparnaðartillögur enn. Að vísu hældi hann sparnaðarnefndinni, en jeg álít, að það hafi þó eigi síður verið skammir, er hann sagði um hana. Nefndin veit það vel, að það er vanþakklátt verk að leggja til, að sparað sje eða dregið úr útgjöldum ríkisins á nokkru sviði hjer í hv. deild, en það mun jeg láta mjer liggja í ljettu rúmi. En eitt er víst: Það er víðar hugsað og talað um sparnað nú í tímum heldur en innan þinghúsveggjanna.