03.03.1922
Neðri deild: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í C-deild Alþingistíðinda. (1590)

26. mál, heimild til sölu þjóðjarðarinnar Sauðár

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg leyfi mjer að óska þess, að mál þetta verði tekið út af dagskrá í dag. Það er nú svo komið, að hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps er í vafa um, hvort hún kærir sig um, að frv. gangi fram, vegna þeirrar breytingar, sem á því var gerð við 2. umr. Jeg óska því, fyrir hönd okkar þm. Skagf., að málið verði tekið af dagskrá og ekki aftur á hana tekið nema ósk um það komi frá okkur.