24.04.1922
Neðri deild: 54. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 938 í B-deild Alþingistíðinda. (51)

Kosningar

Á 54. fundi í Nd., mánudaginn 24. apríl, var tekin til meðferðar

Kosning tveggja manna í stjórn Minningarsjóðs Jóns alþingismanns Sigurðssonar frá Gautlöndum fyrir þann tíma, sem eftir er árabilsins frá 1. jan. 1920 til 31.des.1925.

Kosningu hlutu

Kristján Jónsson hæstarjettardómstjóri með 18 atkv., og

Sigurður Jónsson alþm. með 9 atkv.

Bjarni Jónsson frá Vogi, Eggert Briem frá Viðey og Hannes Þorsteinsson skjalavörður hlutu 3 atkv. hver, Guðjón Guðlaugsson alþm. og Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri 2 atkv. hvor, en Guðmundur Finnbogason prófessor, Hjeðinn Valdimarsson skrifstofustjóri. Ingimar Jónsson cand. theol., Jón Jacobson landsbókavörður, Magnús Pjetursson alþm. og Steingrímur Jónsson bæjarfógeti 1 atkv. hver. — Auðir voru 2 seðlar, en 1 ógildur.