12.05.1923
Sameinað þing: 7. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1505 í B-deild Alþingistíðinda. (1239)

139. mál, fjáraukalög 1923

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg skal ekki lengja umr. Þær hafa kannske verið fróðlegar fyrir ókunnuga, en ekki að sama skapi ábyggilegar. Jeg gæti þó rakið þetta enn þá betur en jeg hefi gert. Jeg ætla aðeins að mótmæla því, að jeg hafi verið að halla hjer á læknastjettina. Jeg hefi aðeins sagt frá minni reynslu og tilfært orð eins af bestu læknum Dana. Annað hefi jeg ekki gert. Það er sannarlega of lágt lagst hjer á hinu háa Alþingi, að vera að rangfæra orð manna. hvort sem í stórum eða smáum málum er, og ilt að þurfa að eyða tímanum í það að leiðrjetta rangfærslur hjá mönnum, sem eiga að vera mentaðir og samviskusamir menn. Út af því, sem sagt hefir verið um landsspítalann í sambandi við þetta „diathermi“-áhald. þarf jeg ekki að segja annað en það, að slíkt minnir á manninn, sem smíðaði negluna á undan skipinu.