09.03.1923
Neðri deild: 16. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Það er aðeins eitt atriði í ræðu hv. 1. þm. Skagf. (MG), sem hægt er að taka alvarlega, og þar virðist hann nauðsynlega þurfa upplýsinga við. Það voru aukaútsvörin. Veit hv. þm virkilega ekki, að framtölin eru nú fyrir löngu gengin um garð? Eða ætlast hann til, að komið verði við nýjum framtölum á þessari einu viku, sem eftir er? — Já, þau yrðu þá að ganga fljótar vinnubrögðin en var í hans tíð. (MG: Ný blekking).

Hitt, sem háttv. þm. sagði, var bara út í loftið og ekki svaravert.