13.04.1923
Neðri deild: 41. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1569 í B-deild Alþingistíðinda. (1322)

110. mál, jarðræktarlög

Jón Þorláksson:

Jeg mun ekki hafa tekið það fram í ræðu minni áðan, að Skeiðaáveitan var engin undantekning í því, að hlaupið var yfir að gera fullnaðaráætlun. Þetta er orðin venja alstaðar hjer á landi. Háttv. þm. (EE) gaf þá skýringu á þessu, að menn yfirleitt gerðu ráð fyrir að kostnaðaráætlunin væri nægileg, og því væri fullnaðarrannsókn eigi hleypt að.

Jeg ætla mjer ekki að fara að kappræða við háttv. 2. þm. Húnv. (ÞórJ) um fyrirkomulag Búnaðarfjelags Íslands, þegar allar hinar helstu og mestu verklegar framkvæmdir þessara mála verða komnar í þess hendur. Jeg stend við það, sem jeg hefi sagt þar um, og veit, að um það atriði hefi jeg meiri þekkingu til að bera en hann.