04.04.1923
Neðri deild: 33. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1631 í B-deild Alþingistíðinda. (1393)

106. mál, sandgræðsla

Flm. (Gunnar Sigurðsson):

* Jeg hefi lofað að stofna ekki til neinna umr. um þetta mál að sinni, og skal jeg efna það. Jeg vil aðeins minnast þess með þakklæti, hve vel háttv. deild hefir hingað til tekið í þetta mál. Inn á einstaka drætti málsins fer jeg ekki, en skal geta þess, að aðalefni frv. er að gera hægara fyrir að taka fyrir sandgræðslu í stórum stíl. Það er með þessum hætti, að taka land eignarnám ýmist til að græða það eða stöðva sandfok.

Jeg vil svo leyfa mjer að leggja til, að málinu verði vísað til landbúnaðarnefndar, að lokinni þessari umr.