04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1691 í B-deild Alþingistíðinda. (1499)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Út af ræðu háttv. 2. þm. N.-M. (BH) skal jeg geta þess, að líklegast er, að vörutollslögin dagi uppi hjer í deildinni, því að menn eru svo ósammála um þau. Er líka ómögulegt að innheimta eftir þeim, eftir frv. háttv. Ed., nema tollskoðun fari fram.

Út af ræðu háttv. frsm. minni hl. (JakM) vil jeg geta þess, að það er rjett, að það er enginn tekjuhalli eftir fjárlagafrv. fyrir árið 1924, ef það reynist svo sem hann segir. En þar er ekkert áætlað fyrir gjöldum, sem leiðir af lögum, fjáraukalögum og þál., og munu þau gjöld ekki of hátt reiknuð 1 miljón kr. Kemur þar þá sama upphæð til útgjalda sem sú, er varið er til afborgunar lánum, og er þó ekkert hægt að fullyrða um, nema útgjöldin kunni að verða meiri, svo að tekjuhalli verði. En það er slæmur búskapur, að bæta altaf við skuldirnar. Er það aðeins forsvaranlegt á krepputímum, en alls ekki ella.

Hæstv. fjrh. (KIJ) getur ekki verið hjer við umr., en hann gaf mjer heimild til að segja það, að hann teldi algerlega óhjákvæmilegt, að frv. yrði samþykt Veit jeg líka, að svo muni verða.