19.02.1923
Efri deild: 1. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Kosning forseta og skrifara

Kosningu hlaut:

Halldór Steinsson, þm. Snæf.,

með 7 atkv.

Guðmundur Ólafsson hlaut 5 atkv., en 2 seðlar voru auðir.

Hinn nýkjörni forseti gekk þá til forsetastóls og mælti á þessa leið:

Jeg leyfi mjer að þakka hv. deildarmönnum sóma þann, er þeir hafa mjer sýndan. En það er nú svo, að vandi fylgir vegsemd hverri, og minn vandi er mikill. Því að vjer eigum hjer á bak að sjá úr forsetastóli hinum besta forseta. er verið hefir á síðustu þingum. Því verður mjer starfið erfiðara og hv. deildarmönnum viðbrigðin meiri, en jeg vænti lipurrar samvinnu við hv. deild, svo að alt megi takast sæmilega.

Þá ljet forseti ganga til kosninga um fyrri varaforseta.

Kosningu hlaut:

Guðmundur Ólafsson, 1. þm. Húnv., með 8 atkv.

Sigurður Hjörleifsson Kvaran hlaut 5 atkv., einn seðill var auður.

Því næst ljet forseti fara fram kosningu annars varaforseta.

Kosningin fór svo, að Karl Einarsson hlaut 2 atkv., Sigurður Hjörleifsson Kvaran hlaut 2 atkv., en 10 seðlar voru auðir.

Var kosningin því endurtekin.

Hlaut þá kosningu

Sigurður Hjörleifsson Kvaran, 2. þm.

S.-M., með 6 atkv.

Karl Einarsson hlaut 2 atkv., en 6 seðlar voru auðir.

Þessu næst voru kosnir skrifarar deildarinnar, að viðhafðri hlutfallskosningu.

Tveir listar komu fram, og voru á báðum nöfn tveggja sömu manna. eða jafnmargra og kjósa skyldi. Lýsti forseti þá rjett kjörna skrifara deildarinnar, en þeir voru þessir:

Hjörtur Snorrason. 3. landsk. þm. og

Einar Árnason. 2. þm. Eyf.