24.03.1923
Neðri deild: 28. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (168)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jakob Möller:

Jeg vil aðeins taka það fram út af ummælum hæstv. fjrh. (MagnJ), þar sem hann sagðist skoða samþykt þessa frv. sem yfirlýsingu um það, að ekki yrði hróflað við útflutningsgjaldinu, að jeg fyrir mitt leyti tel þetta rangt, og jeg veit ekki til þess, að neitt slíkt loforð liggi fyrir frá fjárhagsnefndinni. Að öðru leyti skal jeg taka það fram, að jeg tel það illa farið, að hv. Ed. hefir tekist að koma hugsunarvillunni um frádrátt tekjuskatts frá skattskyldum tekjum inn í lögin, og það því fremur, sem jeg býst við, að sá frádráttur verði til að rýra skattinn í heild meira en menn gera sjer hugmynd um.