02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1713 í B-deild Alþingistíðinda. (1850)

124. mál, friðun á laxi

Jón Sigurðsson:

Jeg ætlaði ekki að taka til máls, en þar sem háttv. 1. þm. Árn. (EE) sveigði því að mjer, að jeg væri að taka upp brtt. hans til þess að fá tylliástæðu til að vera á móti frv., þá vil jeg lýsa yfir því, að jeg hefi í engu breytt skoðun minni, og þarf því ekki á tylliástæðum að halda, og mun háttv. þm. geta sjeð það við atkvæðagreiðsluna, að jeg er á sama máli sem við 2. umr., en frv. og brtt. eru þannig vaxnar, að um þær má segja: því vitlausara, því betra.