04.04.1923
Efri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

65. mál, lífeyrissjóður barnakennara og ekkna þeirra

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg geri ráð fyrir, að háttv. deildarmenn hafi lesið frv. eins og það kom frá Nd. og sömuleiðis athugasemdirnar á þskj. 248. Jeg held, að þar sje alt tekið fram, sem þarf að segja og vita, til þess að geta greitt frv. þessu jákvæði. Hjer er aðeins um það að ræða að veita nokkrum mönnum þann rjett, sem þeir hafa mist við lögin frá 1921. Þetta er ekki nema sanngjarnt og sjálfsagt, og er frv. borið fram eftir ósk fræðslumálastjóra.