21.03.1923
Efri deild: 22. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í C-deild Alþingistíðinda. (2040)

96. mál, aðflutningsbann á áfengi

Jón Magnússon:

Jeg ætla mjer eigi að lengja umræðurnar, en jeg vildi aðeins geta þess, að mjer virðist mjög ósmekklegt af hv. 5. landsk. þm. (JJ) að vera altaf að tala um þennan goluþyt, þegar menn vita, hvernig á stendur um þetta mál. Jeg skil það vel, að hv. 5. landsk. þm. sje eigi blíður við gamla lögfræðinga, þar sem hann talar um, að þeir sjeu afturhaldssamir. Það má vel vera, að svo sje. En hvað háttv. þm. (JJ) snertir, þá hefir hann orðið fyrir því óhappi að vera líkt við Móse. En að hann hafi betra vit á lagasetningu en aðrir menn, er ómögulegt að sjá á frv. þeim, sem hann hefir borið fram.