30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í C-deild Alþingistíðinda. (2161)

149. mál, löggiltir endurskoðendur

Lárus Helgason:

Jeg þarf ekki að vera langorður, því háttv. þm. N.-M. (ÞorstJ) hefir tekið af mjer ómakið. Annars hygg jeg, að flestir hv. deildarmenn sjái, af hvaða rótum þetta frv. er runnið og hversu einhliða árás þetta er. Það hefði verið skemtilegra fyrir háttv. flm., þm. Dala. (BJ), og mannlegra að láta þessa árás sína koma í einhverju blaði, ef hann vildi koma henni á prent, í stað þess að lauma henni hjer inn. Háttv. þm. læst vera að flytja frv. um almenna endurskoðun, en talar svo að mestu leyti um Sambandið og samvinnuskólann, sem ekki virðist koma málinu við.

Jeg tek undir það með hv. 1. þm. N.-M. (ÞorstJ), að mjer kom mjög á óvart þessi framkoma háttv. flm. (BJ). Jeg hafði altaf búist við, að þar væri um drengskaparmann að ræða. En þessi framsöguræða hefir breytt þessu áliti mínu á þessum hv. þm.