05.05.1923
Neðri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í C-deild Alþingistíðinda. (2357)

31. mál, gjaldeyrislántaka

Jón Baldvinsson:

Jeg lít svo á, að ef dagskráin verður samþykt, þá sje aðalefni till. minnar, um verðgildi íslenskrar krónu, líka samþ. Þess vegna skilst mjer að hv. frsm. (MG) geti ekki sagt, að hún sje fram komin af tortrygni eða vantrausti í garð stjórnarinnar, því að nefndin viðurkennir það sama og í minni till. felst; hún álitur það skyldu stjórnarinnar að sjá um að gengi krónunnar sje í góðu lagi. Annars finst mjer undarlegt, að þingið skuli gefa út svona lögskýringu á lánsheimildarlögunum; og einkennilegt að hafa í lögum svo langvarandi heimild, sem stjórnin geti gripið til, þegar henni sýndist. Eðlilegra væri, að þingið samþ. heimildina í hvert skifti, heldur en að láta hana standa á lögum til fleiri ára.